152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[17:16]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég ætla svo sannarlega að vona ekki, virðulegi hv. þingmaður, ég ætla sannarlega að vona að 119 bændur séu ekki þannig saman settir að þeir pikki, pjakki, sparki og láti bíta hryssurnar. Hitt er svo algerlega ljóst að það er sama hvernig á það er litið, það er ekki hægt að gera þessa aðgerð fallega. Þannig að það er mismikil vanlíðan, ótti og sársauki sem skepnurnar ganga í gegnum. Hvort það er á mælikvarðanum rosalega mikill, pínu mikill eða bara smá, þá er það brot á íslenskum dýravelferðarlögum og algerlega óafsakanleg framkoma og meðferð á fylfullum hryssum.