152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:38]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í umsögnum sem komu um málið á síðasta löggjafarþingi kemur fram að unnin hafi verið meistaraverkefni og rannsóknir á þessu sviði. Þannig að hv. þingmaður getur bara rennt yfir þær umsagnir sem þar koma fram. (Gripið fram í.) Þar kemur þetta fram, þannig að það liggur bara fyrir. Það er alltaf þannig í öllu þessu að þegar svona lagað er gert verðum við líka að hafa í huga hversu langt gengin hryssan er. Hún er náttúrlega köstuð og síðan er hún rétt fengin þegar þetta á sér stað. Þá er hún að framleiða vaxtarhormónin. Það gerist ekki á seinni hluta meðgöngunnar, það gerist á fyrri hluta meðgöngunnar, þegar það er rétt að gerast. Þá er þetta gert.