152. löggjafarþing — 8. fundur,  9. des. 2021.

skipan ráðherra.

[13:09]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það sprettur kannski upp af þeim vanda að við erum bara með svo marga hæfa einstaklinga í þingflokki Sjálfstæðisflokksins að við þurfum að skipta verkum milli fólks. Hér var það lagt til að Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er nýr oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, tæki við af Jóni á þessu kjörtímabili. Það var ekki flóknara en svo. Jón hefði verið ágætlega að því kominn að vera lengur í ráðherraembætti en hér er lagt upp með, en svona er þetta nú. Það getur verið úr vöndu að ráða þegar verið er að skipa til sætis og fela fólki ólík verkefni. En ég held að það hafi bara tekist mjög vel til.