152. löggjafarþing — 8. fundur,  9. des. 2021.

kostnaður við breytingar á ráðuneytum.

[13:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Herra forseti. Það skiptir máli að hafa fylgi, segir hæstv. ráðherra, til að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd á undanförnum árum? Skiptir ekki máli að hafa eitthvert fylgi til þess að geta skipað mönnum í embætti? Hefur það ekki verið nálgunin hjá Sjálfstæðisflokknum síðastliðin ár? Jafnvel þótt fylgið sé með því minnsta í sögu flokksins þá hafa þeir alla vega haft aðgang að kjötkötlunum og því að skipa mönnum í embætti. Eða er þetta ekki ríkisstjórnin sem á fáeinum árum hefur fjölgað opinberum starfsmönnum um 9.000 og fækkað starfsfólki í einkageiranum um eitthvað svipað, hefur stórkostlega stækka báknið og aukið ríkisútgjöld og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands sem hæstv. fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta?