152. löggjafarþing — 8. fundur,  9. des. 2021.

efnahagsaðgerðir og húsnæðismál.

[13:29]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör, en ég heyri að grunur minn, um að þessari skuld yrði skellt á sveitarfélögin, var á réttum rökum reistur. Alltaf ræðum við um lóðirnar. Hvernig kemur ríkisstjórnin að þessum málaflokki með langtímaáætlun í samstarfi við sveitarfélögin? Ég ætla að vekja athygli á því að í fjárlögunum sem við erum að fara yfir fyrir næsta ár setjum við jafn mikla peninga í viðbótarverðbólgu út af verðlagsbótum ríkisstjórnarinnar og við setjum í almenna íbúðakerfið, jafn mikið og kom vegna verðbólgu.

Ég ætla að fá að spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Er enginn áhugi á að auka framlög í þetta kerfi svo við getum fengið almennilegt félagslegt húsnæði hér á landi, sem hefur sýnt sig að mun skapa akkeri fyrir húsnæðismarkaðinn, og þið getið farið í samstarf við sveitarfélögin til að leysa þennan vanda sem þið skellið stöðugt á annað stjórnsýslustig?