152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

fjarskipti o.fl.

169. mál
[21:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tek undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni. Við erum að glíma við mál sem koma inn með rosalega stuttum fyrirvara og fá lítinn tíma í þinginu. Það er því brýnt að stjórnarmeirihlutinn taki þátt í þeim stuttu umræðum sem við höfum annars um þetta mál. Ég skil alveg að fólk vilji líka fjalla um málið í nefndum, en þá þarf að fjalla um þau í þingsal og líka í nefndum. Hingað til hefur þetta sama og ekkert verið rætt í þingsal. Það er einhvern veginn þumalputtaregla sem stjórnarþingmenn, með sinn aukna meiri hluta í ýmsum nefndum, hafa bara ákveðið að miða við. Nei, við ætlum bara að vinna í nefndum, bak við luktar dyr þar sem almennt séð er ekki opin dagskrá og fólk heyrir ekki hvað við erum að segja. Svo bara afgreiðum við þetta og stimplum og segjum: Ókei, bæ.