152. löggjafarþing — 11. fundur,  15. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[21:24]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ríkisábyrgðarmálin, að það sé búið að flytja þau úr fjármálaráðuneytinu. Ég skil það hreinlega ekki. Ég tók ekki eftir því en það finnst mér vera stórmál vegna þess að auðvitað eiga þau að vera í fjármálaráðuneytinu. Það er sá ráðherra sem skrifar upp á ábyrgðirnar á endanum. Það er hann sem ber ábyrgð á fjármálum ríkisins, ekki einhver annar ráðherra. (HVH: Menningar og viðskiptaráðherra.) Menningar- og viðskiptaráðherra. Það er ferðamálaráðuneytið, samkeppnismálin og neytendamálin. Ég skil ekki þá skiptingu, ég verð bara að segja alveg eins og er. Ríkisábyrgðarmálin eiga auðvitað vera í fjármálaráðuneytinu þar sem þau eiga heima.

Mig langar aðeins að koma inn á forsetaúrskurðinn. Það er alveg klárt mál, mín persónulega skoðun er sú að það á hafa þetta í forsetaúrskurðinum eingöngu, ekki í þessari þingsályktunartillögu. Þetta á ekkert heima þar. Það eina sem við erum að fara að gera hérna er að styðja fyrirhugaða breytingu á fjölda og heitum ráðuneyta. Það er búið að ganga frá þessu. Þetta er gert í forsetaúrskurði, (Forseti hringir.) forseti ákveður tölu þeirra og skiptir með þeim störfum. Það er þar (Forseti hringir.) sem þetta er gert. Þar kemur fjöldinn og þá koma heitin líka.