152. löggjafarþing — 11. fundur,  15. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[22:19]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mér fannst áhugaverð yfirferð hv. þingmanns um tilraunina með það sem stundum er uppnefnt risaráðuneyti 2009–2013, vegna þess að sú tilraun skiptir máli og hefði betur mátt ganga upp því að risaráðuneytin hefðu samt bara verið 100–150 manna vinnustaðir og rétt náð að halda sjó í þeim verkefnum sem þeim voru falin. En mig langar að velta því upp með þingmanninum að á 139. löggjafarþingi, þegar lög um Stjórnarráð Íslands voru samþykkt, var fjölgað þeim aðstoðarmönnum sem ráðherrar máttu ráða inn í ráðuneytin. (Forseti hringir.) Þeim var fjölgað úr einum upp í tvo til að koma til móts við stærð ráðuneyta og fjölda málaflokka. Nú erum við horfin (Forseti hringir.) aftur í þau smáu ráðuneyti sem voru fyrir þann tíma. Væri kannski ástæða til að endurskoða þessa heimild sem ráðherrarnir fullnýta (Forseti hringir.) í hvert einasta sinn til að geta hver um sig ráðið tvo pólitíska aðstoðarmenn?

(Forseti (DME): Ég ætla að biðja hv. þingmann enn og aftur að virða tímamörkin.)