152. löggjafarþing — 11. fundur,  15. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[22:22]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Samþætting ráðuneyta og samnýting á aðstöðu, sérfræðiþekkingu og því öllu er eitthvað sem fólk vildi ná fram með sameiningu ráðuneyta en það ætti náttúrlega ekki að þurfa. Ráðuneyti ættu að geta unnið saman eins og fólk gerir bara yfirleitt án þess að það sé formlega verið að steypa þeim saman. En mig langar að velta því upp við þingmanninn hvort við séum nokkuð að sigla inn í betri tíð með þessari breytingu sem er kynnt sem leið til að láta Stjórnarráðið vinna sem samhenta heild. Sjáum t.d. umræðuna hér í síðasta máli á dagskrá fyrir þetta, þar sem fjármálaráðherra var að mæla fyrir frumvarpi og þegar hann var spurður erfiðra spurninga þá benti hann bara á annan ráðherra og sagði: Spyrjið hann. Svo kom sá ráðherra í salinn — ekki hans mál.