152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[16:06]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vakti hér áðan athygli á misræmi á milli forsetaúrskurðar og þeirrar þingsályktunartillögu sem við ræðum hér. Ég spurði hvort Greiningar- og ráðgjafarstöð, sem nú heitir reyndar Ráðgjafar- og greiningarstöð, eigi að heyra undir félagsmálaráðuneytið eða barna- og menntamálaráðuneytið og það er ofboðslega erfitt að ræða þetta þingmál þegar svona lagað liggur ekki fyrir og þegar enginn stjórnarliði tekur þátt í umræðunni og við fáum ekki skýringar. Ég veit að forsætisráðherra ætlaði kannski að svara þessu í seinni ræðu sinni en þá verðum við væntanlega flest búin að flytja okkar ræður og við höfum ekki forsendur til að meta þetta almennilega fyrr en við vitum t.d. þetta, undir hvaða ráðuneyti þessi mikilvæga stofnun á að heyra.