152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[16:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með þeim sem á undan komu vegna þess að þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Ég held að það sýni bara svart á hvítu hvers lags óskapnaður þessi þingsályktunartillaga er að einhver skuli vera í vafa um hvaða ráðherra á að fara með þau mál er varða Ráðgjafar- og greiningarstöðina, það er fáránlegt að við skulum ekki hafa nokkra hugmynd um það og að við skulum vera með þingsályktunartillögu sem svarar því ekki og heilan skara af stjórnarþingmönnum sem láta ekkert í sér heyra. Maður botnar ekki í svona umræðu. Ég held að hæstv. forsætisráðherra komi hingað upp á eftir mér þannig að ég vona að við fáum einhver svör.