152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[16:56]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka aftur fyrir andsvarið. Það er nú alveg gríðarleg breyting að skipta um ráðherra, en ég er þá ekki að halla á þann ráðherra sem sat fyrir. Um ráðuneytið sjálft er bara ein setning: „Núverandi fyrirkomulag heilbrigðisráðuneytis verður óbreytt í skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.“ Það segir að þunginn verði næstu ár mikill á þessu ráðuneyti. Það var kannski það viðkvæmt að ekki var hægt að stokka það frekar upp eða að öðru leyti en því að skipta um ráðherra. Hv. þingmaður nefndi hér öldrun þjóðarinnar og ég held að í stjórnarsáttmálanum sé svolítið tekið á þessu og ég treysti því að nýr heilbrigðisráðherra vinni eftir þeim línum sem lagðar eru þar. Ég treysti því.