152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:30]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er vissulega fagnaðarefni að samstaða skuli hafa náðst um eingreiðslu til öryrkja fyrir jól. En ekki hefði þurft að láta öryrkja bíða í óvissu um hvort þessi greiðsla bærist í tæka tíð og hvort hún bærist yfir höfuð, því að það var ekki að heyra á stjórnarliðum fyrir viku. Það var ekki nauðsynlegt að halda öryrkjum í þessari óvissu og ekki heldur nauðsynlegt að bíða fram á Þorlák með að greiða út þessa eingreiðslu. Ekkert af þessu var nauðsynlegt. Þetta hefði mátt gerast miklu fyrr. Ég verð að lýsa yfir ákveðinni undrun og vonbrigðum með að þessi tillaga hafi ekki komið frá Vinstri grænum, sem litu á það sem ákveðinn sigur að hafa fengið félagsmálaráðuneytið í sitt fang, sem félagshyggjuflokkur, strax með fjárlögunum. Mér finnst það skrýtið, virðulegi forseti. En auðvitað er ánægjulegt að þetta skuli hafa tekist með samstöðu á öllu þinginu.