152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[20:32]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er vissulega góð stund og gott að þessi áfangi hafi náðst. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í fjárlaganefnd fyrir að við höfum náð saman um þetta mikilvæga mál, nefndin hefur unnið mjög vel saman. Ég vona og tel ástæðu til að ætla að svo geti orðið áfram.

En fyrst og fremst vil ég þakka fólkinu sem kallaði hraustlega á okkur. Ég vil láta ykkur vita að við heyrum, ekki bara núna í þetta sinn. Og eins og hæstv. ráðherra hefur nefnt, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur oft, eru þessi mál í algjörum forgangi, að breyta kerfinu þannig að það verði réttlátt og sanngjarnt svo að við séum ekki sífellt að stagbæta eitthvað sem skilar sér ekki í vasa þeirra sem þurfa á því að halda.