152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:41]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mig langaði bara að koma hér upp sem fjárlaganefndarmaður og þakka fyrir þá góðu vinnu sem var unnin í nefndinni í aðdraganda þessa skjals sem hér er fyrir framan okkur og við leggjum nú fyrir Alþingi Íslendinga. Vinnan var að mörgu leyti með öðru sniði en oft áður. Tíminn var knappari, en ég er sannfærður um að við náðum að gera vel við erfiðar aðstæður á þeim skamma tíma sem gafst til að til að klára þetta. Ég er því mjög sáttur við þau fjárlög sem við leggjum hér fram. Þau stuðla að því að við tökum stórt skref í því að vaxa út úr þeim vanda sem fyrir okkur liggur. Við erum að byggja upp. Þetta eru uppbyggingarfjárlög og ég er sannfærður um að þessi fjárlög eru skref í rétta átt fyrir okkur öll.