152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:00]
Horfa

ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að greina frá því að meiri hlutinn er að bæta við í menninguna og eftir að komin er tilfærsla á safnliðum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu munu þessir sjóðir hækka en ekki lækka. Ég ætla að nefna nokkra þætti: Listamannalaun eru hækkuð um 100 milljónir, starfsemi atvinnuleikhúsa er hækkuð um 55 milljónir, tónlistin um 60 milljónir, myndlistarsjóður um 55 milljónir, barnamenningin um 5 milljónir og Þjóðskjalasafnið um 75 milljónir. Allt slagar þetta í hálfan milljarð því að við erum öll hér hjartanlega sammála því að við þurfum að styðja við menningu og skapandi greinar. Þannig að ég fagna þessum tillögum meiri hlutans og þakka kærlega fyrir þær.