152. löggjafarþing — 17. fundur,  27. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum.

151. mál
[16:34]
Horfa

Sigþrúður Ármann (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að koma hér upp og veita mér jafnframt tækifæri til þess að gefa andsvör. Hv. þingmaður talar um hagvöxt og umhverfismál. Þessi atriði fara mjög vel saman og við á Íslandi búum svo vel að eiga okkar dýrmætu náttúru sem við getum nýtt á grænan og umhverfisvænan hátt. Öll sú framleiðsla sem hér fer fram með þessum umhverfisvænu hvötum sem við höfum og auðlindum okkar gerir alla framleiðsluna verðmætari og eftirsóttari til útflutnings. Því fer vel á því að þetta helst mjög vel í hendur; innlend framleiðsla, byggð á grænni orku, og hagvöxtur.