152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:07]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi lög eru rétt eins og fjárlögin, ekki nóg til að takast á við þær áskoranir sem íslenskt samfélag er að takast á við. Rétt eins og hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson kom inn á er þetta ekki nóg til að takast á við loftslagsvandann. Þetta er ekki nóg til að koma til móts við bág kjör öryrkja og þetta er ekki nóg til að afla ríkinu tekna til að byggja upp það velferðarsamfélag sem við viljum hafa hér. Það eru auðvitað mikil vonbrigði. Þingflokkur Pírata ásamt minni hlutanum er hér með breytingartillögu til að rétta af það óréttlæti sem þessi bandormur felur í sér gagnvart frítekjumarki öryrkja. Við hvetjum alla þingmenn til að greiða henni atkvæði sitt.