152. löggjafarþing — 20. fundur,  17. jan. 2022.

um fundarstjórn.

[15:56]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Þegar kynntar voru hertar sóttvarnatakmarkanir á fimmtudag eða föstudag voru, ef ég man rétt, fjórir ráðherrar fjarverandi ríkisstjórnarfund. Þriðjungur ríkisstjórnar er fjarverandi þegar verið er að kynna íþyngjandi ráðstafanir vegna heimsfaraldurs. Nú bítur hæstv. fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með því að vera fjarverandi þegar við ræðum um efnahagsaðgerðir vegna þessara sömu sóttvarnatakmarkana og þróun veirunnar yfirleitt. Mér finnst við eiga heimtingu á því að vita hvort hæstv. ráðherra er í einkaerindum, hvort hann sé í fríi að slaka á einhvers staðar í útlöndum á meðan þessi bylgja gengur yfir, á meðan fjöldi rekstraraðila berst í bökkum, eða hvort hann er í einhverjum opinberum erindagjörðum á erlendri grundu.