152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

hálendisþjóðgarður.

[11:21]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Mér þótti það ekki alveg nógu skýrt og ætla því að spyrja mjög afmarkað. Hér stendur, með leyfi forseta, að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á hálendinu. Þessi svæði eru ekki tengd saman í textanum. Af því að ég veit að Framsóknarflokkurinn hafði mikinn styrk til að ráða því með hvaða hætti stjórnarsáttmálinn var skrifaður ætla ég að spyrja hæstv. ráðherra í seinni spurningu: Samkvæmt skilningi hæstv. ráðherra kemur þá til greina að þegar friðlýst svæði falli ekki undir hinn nýja þjóðgarð?