152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

hálendisþjóðgarður.

[11:22]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ef hv. þingmaður er að vísa til allra friðlýstra svæða hingað og þangað um landið þá er ekki verið að tala um það. Ég fór yfir þau friðlýstu svæði sem tengjast jöklum og yfir jöklana sjálfa. Langjökull er til að mynda ekki friðlýstur, Hofsjökull ekki nema að ákveðnu leyti, Mýrdalsjökull er ekki friðlýstur. En ég vil líka leggja áherslu á aðra grein í stjórnarsáttmálanum þar sem lögð er rík áhersla á samtal og samvinnu við heimamenn um þessa útfærslu. Það er alveg rétt að orku- og umhverfisráðherra hefur þetta verkefni með höndum. En forskriftin er ágæt í stjórnarsáttmálanum og um hana er ágæt sátt á milli stjórnarflokkanna. Ég tel að þarna gæti verið hin ágætasta leið til að segja: Hér erum við komin með þjóðgarða í kringum jökla, við erum jú með Vatnajökulsþjóðgarð, okkar stóra þjóðgarð, og værum þá að bæta við þjóðgörðum í kringum Hofsjökul, Langjökul og hugsanlega aðra minni jökla.