152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun.

[13:43]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég kem bara upp til að taka undir með þeim sem hafa talað. Það sem þetta snýst um er að þarna kemur fram að Útlendingastofnun ber fyrir sig að þau séu með fyrirmæli frá ráðuneytinu og ráðherra, ráðherra ber ábyrgð á þessu ráðuneyti, um að vinna gögnin á þann hátt að þau verði ekki við beiðni þingsins og þingnefndar um að fá nauðsynleg gögn í hendurnar til að sinna sinni lögbundnu skyldu. Svar ráðuneytisins virðist vera bara: Nei, við gáfum engin fyrirmæli. Auðvitað er þetta alveg galin staða til að vera í og þessi umræða um fundarstjórn snýst um það að við biðjum forseta um að stíga inn og tala máli þingsins og aðstoða okkur við að tryggja það að Útlendingastofnun, og að ráðuneytið beiti sér fyrir því, verði við beiðni Alþingis og komi með gögn sem það þarf á að halda til að sinna skyldum sínum, (Forseti hringir.) að stofnunin fari eftir lögum svo að Alþingi geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Svo einfalt er það.