152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[18:20]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst dálítið merkilegt að hv. þingmaður talaði einmitt um þau ráðuneyti sem ég hef mestar áhyggjur af með tilliti til málefna fatlaðra. Húsnæðismál fatlaðra fara undir innviðaráðuneytið en barnamálin í mennta- og barnamálaráðuneytið. Þá spyr maður sig: Bíddu, samfella í þjónustu, farsældarfrumvarp, farsæld barna? Hvar er þetta allt saman? Hvar er farsæld fatlaðs fólks? Þarna er ekki tekið mið af því sem ég tel vera viðkvæmasta málaflokkinn á Íslandi, einn þeirra alla vega. Þetta er ekki nógu vel ígrundað. Er hv. þingmaður sammála mér um þá stöðu sem málefni fatlaðra hafa í þessu?