152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[18:56]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið, það er auðvitað hálfgerður galsi hlaupinn í mannskapinn þegar líður á kvöldið. En ég bendi hins vegar á það út af orðinu postuli að orðið „minister“, ráðherra, er hið sama og trúboðinn, ministerinn. Þannig að það er kannski eitthvert „klang“ í þessu, einhver sögn í þessu. Ef við settum alla þessa ágætu ministera okkar í jesúskó ásamt með forsetunum góða þá held ég að við næðum alla vega einni góðri gamanmynd svona til birtingar á góðu tilefni. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra og þakka bara fyrir spjallið.