152. löggjafarþing — 27. fundur,  26. jan. 2022.

hringtenging rafmagns á Vestfjörðum.

171. mál
[17:10]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki haldbærar skýringar á því af hverju rammaáætlun er lögð fram á síðasta framlagningardegi. En ég held að sú rammaáætlun sem verður lögð fyrir þingið sé mjög mikilvægt plagg í þeirri sátt sem lög um rammaáætlun sýna. Hv. þingmaður hefur líka spurt hvort við treystum okkur í stjórnarsamstarfi við Vinstri græna til að leggja t.d. fram virkjunarkost í Vatnsfirði. Ég held að þessi stjórn hafi sýnt að hún er framsækin í loftslagsmálum og ég veit að Vinstri grænir eru það líka. Ef við leggjum þessa kosti saman á borðið, að þurfa að brenna fleiri milljónum lítra til húshitunar á Vestfjörðum versus 20 MW virkjun í Vatnsfirði, held ég að svarið sé bara einfaldlega: Förum í það strax, vonandi.