152. löggjafarþing — 27. fundur,  26. jan. 2022.

stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar.

142. mál
[18:33]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir hans svar en það er önnur hlið á teningnum en bara framleiðendur. Hin hliðin eru neytendur og samkvæmt mælingum er matarverð á Íslandi 40% hærra en í samanburðarlöndunum í Evrópu og verð á matvöru og drykkjum er hið þriðja hæsta í Evrópu. Ég spyr: Hvernig ætlum við að láta þetta ganga upp? Réttlætir það hátt verð til neytenda að framleiðsla á Íslandi sé miklu dýrari? Á þetta við í öllum greinum? Bara af því að þetta á að vera íslenskt er þá í lagi að láta íslenska þjóð borga verð sem er úr öllu samhengi við það sem aðrir hafa verið að greiða nánast úti um allan heim? Þetta er eitt dýrasta land í heimi og við erum hér að borga fyrir nauðsynjavörur margfalt það sem aðrar þjóðir þurfa að borga.