152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

niðurstaða Félagsdóms í máli flugfreyja.

[11:13]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Í fyrsta lagi vil ég segja að þessi dómur er fallinn og það er mjög mikilvægt að ríkisstjórnin og ráðherra vinnumarkaðsmála taki hann nú til skoðunar því að þetta er það fyrirkomulag sem við höfum á vinnumarkaði til að leysa ágreiningsmál og niðurstaðan er algjörlega skýr. Hv. þingmaður spyr: Hver verða viðbrögðin? Þessi dómur er tekinn alvarlega og hann mun verða okkur lærdómur í framhaldinu. Það er í raun og veru það skýrasta sem ég get sagt um þetta. Ég vil líka segja það skýrt að slíka dóma á að taka alvarlega af hálfu stjórnvalda þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi, til að mynda lagabreytingum og öðru.