152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er illa unnið mál sem kostar pening. Það er ekkert flóknara en það. Það er illa unnið af því að það er ekki útskýrt hvað við fáum fyrir þann pening sem þetta kostar. Hér er t.d. verið að beita mismunandi aðferðum til að leysa sama vandamálið, einhverja ósýnilega múra stjórnsýslunnar. Annars vegar er verið að sameina skipulagsmál í eitt ráðuneyti en hins vegar verið að tvístra menntamálum í þrjú ráðuneyti til að ná sama árangri. Þess vegna, eins og kemur fram í frávísunartillögu hv. þm. Eyjólfs Ármannssonar, er þetta mál einfaldlega ekki tækt. Það þarf að vinna það betur. Það er ekki heillegt, ef má orða það þannig. Það vantar kostnaðargreininguna og ábatamatið. Það vantar í rauninni allan forsetaúrskurðinn sem ætti að koma fram. Málið er ekki tækt til afgreiðslu þingsins. Þess vegna greiði ég atkvæði með frávísunartillögu og gegn þessari þingsályktunartillögu.