152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:32]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að ekkert okkar sé á móti því að hæstv. forsætisráðherra geti skipt sínu Stjórnarráði niður eins og hún vill. Við getum rifist um formið og ferlið, hvort þetta ætti ekki að heita tillaga til þingsályktunar um breytt nöfn ráðuneyta því að það er það eina sem hægt er að breyta. En það sem mér finnst aðalmálið í þessu er að það virðist ekki vera neitt mál að henda nær 400 milljónum til þess eins að geta verið með fleiri ráðuneyti á meðan það þurfti að gráta út úr ríkisstjórninni 150 milljónir til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Hvar eru forgangsatriðin, hæstv. forsætisráðherra?