152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[12:38]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Gísla Rafni Ólafssyni um forgangsröðunina, hver hún er. Það er hægt að leggja á samkomutakmarkanir og leggja landið á hliðina félagslega með samkomutakmörkunum en það er ekki hægt að niðurgreiða sálfræðiþjónustu og ekki hægt að stytta biðlista barna. Við ætlum frekar að bæta við ráðuneyti. Og ég bara spyr mig: Hvers konar forgangsröðun er í gangi og hvernig er hægt að tryggja að þau markmið sem sett eru, sem eiga þá að vera mælanleg og hægt að skoða, séu til bóta fyrir landið? Er verið að fara að mæla þetta? Hvernig vitum við að þetta verði til bóta? Ég velti því fyrir mér, þegar 47 manneskjur létust á síðasta ári vegna sjálfsvíga: Er þetta forgangsröðunin sem Alþingi vill standa fyrir?