152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

160. mál
[17:28]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingheimur. Það er eitt sem ég gleymdi að geta hér áðan og það er það að þeir sem þurfa að hætta að vinna og hafa ekki hlutverk í lífinu hafa oft tilhneigingu til þess að drepa tímann með því að drekka. Og það er ekkert eins ömurlegt og fullorðin manneskja sem er búin að ánetjast áfengi. Þess vegna hvet ég þingheim til að samþykkja þetta óbreytt bara til þess að koma í veg fyrir það. Ég segi ekki að það geri það allir en það gera það sumir. Og sumir eru of margir.