152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

húsnæðisliður í vísitölunni.

[15:11]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið. Í rauninni fékk ég ekkert svar, ekkert sem ég var ekki þegar búnir að setja fram í fyrirspurninni áður. Ég spurði: Er það þá til skoðunar núna að bregðast við og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni? Við sjáum að verðbólgan myndi þá bara pompa niður í 3,7% og við myndum gjörbreyta allri umgjörð á greiðslubyrði lána þeirra sem eru með verðtrygginguna hangandi yfir sér eins og fallöxi. Er eitthvað til í dæminu að lækka virðisauka á neysluvörur? Og svo annað, þessi verðbólga er svo langt frá því að vera bara innflutt, það er einhver sú mesta bóla á húsnæðismarkaði sem um getur og maður er eiginlega farinn að borga milljón fyrir einn múrstein, sem er nú að verða ansi djúpt í árinni tekið. Flokkur fólksins var t.d. með hugmynd um það að — já, ókei, Alzheimer light. Ég er búin að gleyma því. En líka tíminn er búinn.