152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

þjóðarhöll og þjóðarleikvangur fyrir íþróttir.

117. mál
[16:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í fjármálaáætlun 2021 er einmitt talað um þjóðarleikvang, hvernig fara eigi í samstarf við Reykjavíkurborg o.s.frv. og hvernig eigi að koma þessu fyrir. Nú eru að verða tvö ár síðan sú fjármálaáætlun var samþykkt og við erum enn í sömu sporum, það virðist allt ganga mjög hægt. Til viðbótar við það, fyrst talað er um þjóðarleikvanga í fleirtölu, vegna fótbolta og frjálsíþrótta, mætti kannski líka huga aðeins að ákveðinni sérstöðu hér á Íslandi í minna sniði, t.d. mætti hugsa til íþróttagreina eins og glímu, og þá værum við kannski á sama tíma að tala um eins konar sögusafn. Ég skýt því að inn í þessa umræðu að við þyrftum að horfa dálítið á íþróttir í heild hvað svona aðstöðu varðar, bæði hvað varðar þessar alþjóðlegu greinar en líka hvað varðar sérstöðu okkar á Íslandi.