152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

staða mála á Landspítala.

119. mál
[16:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrigðisráðherra talaði um mönnunarvandann eins og hann væri spurning um að laga einhverja skilvirkni eða skilgreiningar á því í hvaða stöðu fólk ætti að vera. En sannleikurinn er sá að mönnunarvandinn á Landspítalanum á sér mjög einfalda skýringu. Hún er sú að hæstv. fjármálaráðherra hefur stöðugt neitað að borga heilbrigðisstarfsfólki, og þá sér í lagi þeim stéttum þar sem mikill meiri hluti er kvenfólk eins og sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, mannsæmandi laun. Þetta sést langbest á því að undanfarnir tvennir kjarasamningar þessara hópa hafa endað hjá Kjaradómi. Því spyr ég: Hvað ætlar hæstv. heilbrigðisráðherra að gera til að tryggja það að hann stöðvi þá blæðingu sem flótti þessa starfsfólks á Landspítalanum er?