152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

biðlisti barna eftir þjónustu talmeinafræðinga.

121. mál
[17:00]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Á meðan Sjúkratryggingar Íslands draga lappirnar og hæstv. ráðherra klórar sér í hausnum yfir því hvað eigi að gera fyrir þau 1000 börn sem árum saman eru á biðlista og líða einelti og örðugleika í námi þá gerist ekki neitt. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar hafa Sjúkratryggingar Íslands ekki enn sest niður og samið við þessa nýútskrifuðu talmeinafræðinga. Sjúkratryggingar Íslands virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þessa þjónustu. Nú síðast hefur eftirlitsstofnunin ESA meira að segja blandað sér í þá fortíðarhugsun að ekki megi veita þessa þjónustu rafrænt af íslenskum talmeinafræðingum búsettum í Evrópu. Ætlar hæstv. ráðherra að hætta að fara með faguryrði þegar kemur að þessum málum og skipa Sjúkratryggingum Íslands að gyrða sig í brók?