152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

um fundarstjórn.

[13:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Hv. alþingismenn. Þetta snýst orðið um miklu meira en bara umsóknir um ríkisborgararétt. Þetta snýst orðið um það að ráðherra og stofnun eru að brjóta lög. Þau eru að vanvirða Alþingi. Þau eru að vanvirða yfir aldargamla hefð og lög um hvað við getum gert. Ég er hræddur um að ef við látum þetta viðgangast þá geti t.d. fjármálaráðherra farið að tala við Skattinn og sagt: Ah nei, höfum bara 5% skatt á þessu í ár, þó að lögin segi eitthvað annað. Þetta er ekkert öðruvísi. Ef svona vanvirðing heldur áfram gagnvart Alþingi og því sem við erum að gera hér og þeim lögum sem við setjum þá held ég að það sé ekkert annað hægt í stöðunni en að lýsa vantrausti á viðkomandi ráðherra. Það er það tál sem við höfum.