152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[16:58]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Stefáni Vagni Stefánssyni fyrir stuðninginn við þetta mál. Ég tek undir það með honum að málið er mikilvægt. Málið er einfalt eins og hv. þingmaður kom inn á. Hér er einfaldlega verið að mælast til þess að Fjölmenningarsetur fái auknar valdheimildir til að geta betur parað saman einstaklinga með vernd og þau sveitarfélög sem best geta uppfyllt þá þjónustu sem sá einstaklingur þarf. Ég tek því undir með hv. þingmanni varðandi það sem hann kom hér inn á.