152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:04]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Hann má sleppa seinni spurningunni í seinna svari því að ég hef meiri áhuga á að spyrja hæstv. ráðherra um annað, í ljósi þess að réttindi þeirra sem viðbótarréttindi fá, að þessu frumvarpi samþykktu, aukast umtalsvert. Í 6. kafla í greinargerð, um mat á áhrifum, segir, með leyfi forseta:

„Gert er ráð fyrir að ný verkefni Fjölmenningarseturs kalli á þrjú viðbótarstöðugildi auk starfstengds kostnaðar sem nemur árlega um 40,8 millj. kr. ásamt einskiptiskostnaði vegna búnaðarkaupa að fjárhæð 1 millj. kr.“

Telur hæstv. ráðherra raunverulega að það verði engin afleidd áhrif af samþykkt þessa frumvarps? Telur hæstv. ráðherra að það sé enginn „pullfactor“ í þessu fólginn? Og hvað telur hæstv. ráðherra þá að skýri þann mikla fjölda hælisumsókna, hlutfallslega, hér á landi samanborið við Norðurlandaþjóðirnar, svo að dæmi sé tekið? Það er örugglega ekki veðrið.