152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:05]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi spurningu hv. þingmanns um mat á áhrifum þá er þetta kostnaðarmat sem unnið var í ráðuneytinu og snýr að þeim breytingum sem verið er að leggja til í frumvarpinu, þ.e. að Fjölmenningarsetur fái þetta aukna hlutverk við ráðgjöf, við þjónustu við hælisleitendur og sveitarfélög. Ég tel að það mat ráðuneytisins sé raunsætt, ekki síst vegna þess að nú er búið að keyra verkefnið áfram í talsverðan tíma sem reynsluverkefni. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að hafa þarna þrjú stöðugildi plús einhvern kostnað sem fylgir innleiðingunni. Ég held að ég verði að sleppa hinni spurningunni frá hv. þingmanni og vona að hann sé sáttur við það af því að hann bað eiginlega um það sjálfur.