152. löggjafarþing — 31. fundur,  1. feb. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[17:07]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra ræðuna. Ég geri ekki athugasemdir við breytt hlutverk Fjölmenningarseturs, það er að gera ágæta hluti. En mig langar svolítið að fá að vita hver sú aukna þjónusta er, sem á að fara að veita hælisleitendum og þá í samanburði við kvótaflóttamenn. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu. Það er sem sagt ekki eðlismunur á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Ég held að hæstv. ráðherra hafi ekki svarað spurningu hv. þm. Bergþórs Ólasonar þegar hann spurði hvaða áhrif þetta hefði varðandi það að umsækjendum um alþjóðlega vernd fjölgi. Mér fannst það alla vega ekki koma skýrt fram. Hefur verið gerð einhver áætlun með það? Það er verið að bæta þjónustuna og má ekki álykta sem svo að það feli þá í sér aukinn áhuga flóttamanna á því að koma hingað?