152. löggjafarþing — 32. fundur,  2. feb. 2022.

um fundarstjórn.

[15:43]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Í tilefni orða hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur þá þakka ég útskýringuna. Ég ætla að leyfa mér að vera henni ósammála í tveimur grundvallarmálum. Þetta er ekki flókið, þetta snýst bara um það að hér er verið að hefta störf Alþingis og þetta hefur heilmikið að gera með fundarstjórn forseta vegna þess að þetta snýst um þau tæki og tól sem við sem þingmenn höfum til þess að ná fram réttmætum kröfum okkar um að lögum sé framfylgt. Þær kröfur eru enn ríkari á handhafa framkvæmdarvaldsins, ekki síst þegar um er að ræða ráðherra sem er jafnframt þingmaður. Það er ekkert flókið við þetta mál en ég ætla hins vegar að óska hv. allsherjar- og menntamálanefnd velfarnaðar í því að leysa málið fyrir hönd Alþingis. En hér á þessi umræða heima þar til málið leysist.