152. löggjafarþing — 32. fundur,  2. feb. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[16:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir spurninguna. Ég er hjartanlega sammála honum í því að það þarf að flýta afgreiðslu þessara mála mjög hratt og vel. Þegar minnst er þarna á tvo mánuði erum við að tala um að hámarki tvo mánuði. Ég er alveg sannfærð um að Skatturinn og þeir sem þarna koma að máli munu leggja sig alla fram við að flýta afgreiðslu þessara styrkja, svo mikið sem verða megi, því að við vitum að þörfin er brýn að reyna að koma þessum styrkjum út til rekstraraðila.

Mig langar svo að fá að bæta við þá fyrirspurn sem Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvest., beindi til formanns nefndarinnar áðan en hún varðaði hvort við hefðum látið skoða hversu margir hafa fengið synjun. Mig langar að fá að upplýsa um lokunarstyrkina, sem er reyndar annað úrræði en þar hefur fjöldi umsókna verið yfir 2.000 og þar af hafa 97 aðilar sem skiluðu inn umsókn ekki fengið ákvarðaðan styrk. Maður getur kannski tekið örlítið mið af þeim tölum og heimfært yfir á þetta úrræði, þannig að við sjáum að það er gríðarlegur fjöldi fyrirtækja sem fær styrk og mjög lítill sem er synjað.