152. löggjafarþing — 32. fundur,  2. feb. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[17:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og held að hv. þingmaður hafi hætt að vera talsmaður ríkisstjórnarinnar, í því andsvari alla vega. En mig langaði í seinna andsvari að spyrja hv. þingmann: Ég nefndi áðan að það er mjög slæmt útlit hjá minni aðilum í öllum þeim geirum sem orðið hafa fyrir miklum áhrifum af lokunum og Covid og öðru slíku. Í nýlegri könnun sem Ferðamálaráð gerði kom fram að þegar stærstu þrír aðilarnir í hverjum geira voru teknir út úr könnuninni var skuldastaða og annað hjá öllum fyrirtækjum mjög slæm. Talað var um að við gætum ekki gripið alla en stóru aðilarnir hafa aðgang að hluthöfum. Stóru aðilarnir hafa aðgang að fyrirgreiðslu í bönkum. Það hafa litlu aðilarnir ekki í sama mæli. Hvað þurfum við að gera til að hjálpa litlu aðilunum?