152. löggjafarþing — 33. fundur,  3. feb. 2022.

sala raforku til þrautavara.

[10:57]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra fer með yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart allri stjórnsýslu orkumála. Mér heyrist á honum, þótt hann hafi kannski ekki sagt það alveg hreint út af virðingu við forvera sinn í embætti, að hann sé sammála mér um að þetta regluverk sem var búið til sé með öllu ótækt, samræmist ekki sjónarmiðum um jafnræði í atvinnulífi, um virka samkeppni og um neytendavernd. Þá hlýtur maður auðvitað að spyrja hvernig hæstv. ráðherra ætlar að bregðast við. Í fyrra birti — nei, ég næ ekki að fara út í það, það er svo lítill tími eftir, en ég fæ kannski bara rétt að spyrja: Hvernig sér ráðherra fyrir sér að bregðast við tveimur úrskurðum sem hafa fallið þar sem (Forseti hringir.) úrskurðarnefnd raforkumála felldi úr gildi ákvörðun Orkustofnunar um val á söluaðila raforku til þrautavara? (Forseti hringir.) Hvernig ætlar ráðherra að bregðast við og hvenær verður það gert?