152. löggjafarþing — 33. fundur,  3. feb. 2022.

yfirvofandi orkuskortur.

[11:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Orkuskiptin og það orkuvandamál er eitthvað sem við þurfum tvímælalaust að vinna að núna strax og næsta áratug alla vega. En ég er að tala um núverandi vanda. Eins og ég skil umræðuna hérna er í rauninni ekki orkuskortur núna. Þetta er skortur á því að það sé tilfallandi ódýrari orka sem ákveðin fyrirtæki eða sveitarfélög gera samning um: Við ætlum að kaupa ódýrari orku en með þeim skilmálum að það gæti verið hægt að skerða hana ef ekki er til tilfallandi orka sem hefur kannski alla tíð verið örugg en ekki alveg eins örugg núna þegar kemur kannski slæmt vatnsár eða eitthvað þvíumlíkt. Það er því ekki vandamál með að koma orkunni til skila ef fólk borgar bara venjulega verðið en ekki lægra verðið fyrir tilfallandi orku. Er ekki hægt að koma í veg fyrir að það þurfi að brenna olíu? Og ef það er hægt, af hverju gerum við það ekki?