152. löggjafarþing — 33. fundur,  3. feb. 2022.

búvörulög og búnaðarlög.

118. mál
[14:54]
Horfa

Flm. (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, okkur greinir ekki á um að við viljum styðja og styrkja við íslenska bændur og landbúnað. Okkur greinir á um leiðir og mínar leiðir, mín leiðarljós, eru samkeppni, frelsi, umhverfi, neytendur og bændur. Þetta er mín púllía sem ég legg á borðið og vonast svo til að verði unnið úr.

Já, það hafa ýmsar breytingar átt sér stað. Mér eru mjög minnisstæðar alveg glataðar breytingar á síðasta kjörtímabili þar sem tollar voru hertir, til að mynda á ostum, af því að kerfið vill ekki leyfa íslenskum neytendum að velja á heilbrigðan hátt um erlenda osta. Við þurfum að borga meira fyrir Prímadonnu en fyrir Feyki. Feykir er feikilega fínn ostur. Einn sá besti. Ég kaupi hann mjög iðulega af því mér finnst en ekki síðri en Prímadonna. En eigum við ekki að leyfa neytendum að ráða, ekki láta opinbera verðlagningu í raun stýra því hvað neytendur fá að velja því að þeir hafa þá ekkert val? (Forseti hringir.) Það er hægt að gera skynsamlegar breytingar í þágu frelsis bænda og neytenda.