152. löggjafarþing — 34. fundur,  7. feb. 2022.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um að þær geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Diljá Mist Einarsdóttir verði fjarverandi á næstunni. Í dag, mánudaginn 7. febrúar, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þær 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðaust., Kári Gautason, en 1. varamaður hefur boðað forföll, 2. varamaður á lista Viðreisnar í Suðvest., Thomas Möller, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll, 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Halldór Auðar Svansson, og 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. n., Kjartan Magnússon, en 1. varamaður hefur boðað forföll. Þeir hafa allir, að undanskildum Halldóri Auðar Svanssyni, áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa að nýju.