152. löggjafarþing — 34. fundur,  7. feb. 2022.

horfur í efnahagsmálum með tilliti til stöðu Covid-19, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[16:55]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Hvernig á að gera kjarasamning þegar verðbólga er 5,7% til þess að úr því fáist kaupmáttarauki? Á verkalýðshreyfingin bara að semja um 2% í þeirri von að verðbólga minnki með einhverjum hætti? Nú í janúar hafði seðlabankastjóri möguleika á því að leyfa krónunni að styrkjast, sem hefði getað haft áhrif á þá stýrivaxtaþörf sem er fram undan, en menn fóru frekar í að eyða gjaldeyrissjóðnum, ekki til þess að bæta hag almennings að mínu viti heldur til þess að bæta hag fyrirtækja. Við erum í þeirri stöðu núna að kennarar eru búnir að fella kjarasamninga, BHM vill að menntun verði metin til launa, ASÍ vill að lægstu laun hækki.

Ég spyr hæstv. fjármálaráðherra: Hvernig í ósköpunum ætlum við að gera þetta?