152. löggjafarþing — 34. fundur,  7. feb. 2022.

horfur í efnahagsmálum með tilliti til stöðu Covid-19, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[17:37]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Glaður tek ég við þeirri útnefningu ráðherrans að vera holdgervingur þess sem hann stendur gegn. 500 milljarða skuldir hafa safnast hjá ríkissjóði. Þetta er álíka upphæð og hefur safnast í aukinni skuldsetningu hjá almenningi vegna húsnæðisbólunnar sem hæstv. ráðherra blés í og hefur blásið í í áratug. Þar eru byrðarnar ekki á ríkissjóði. Og hvaða sögu hefur þessi ríkisstjórn að segja? Spyrjum opinberu starfsmennina sem bíða enn leiðréttingar lífeyriskjara frá því fyrir einum fimm árum þegar lög voru samþykkt hér, spyrjum ljósmæðurnar eða hjúkrunarfræðingana sem fá bara á sig Kjaradóm þegar þær þurfa að fara í verkfall til að fá leiðréttingu kjara sinna. Er þetta hagræðingin sem hæstv. ráðherra talar um til að vega upp á móti einkavæðingu opinbers húsnæðis sem hann lítur hérna á sem einhverja leið til að græða peninga? En það er ekki peningur fyrir ríkið. Að ríkið geri eins og Keflavík gerði hérna fyrir hrun og einkavæði frá sér allt opinbert húsnæði og leigi það frá vildarvinunum sem keyptu það, (Forseti hringir.) er það einhver lausn? Er það nema von að húsnæðisbóla og verðbólgan sé á þeim stað sem hún er í dag ef þetta er maðurinn sem stýrir öllu?