Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 35. fundur,  8. feb. 2022.

ákvörðun nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

249. mál
[14:14]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Bjarni Jónsson) (Vg):

Herra forseti. Nefndarálitið hér er um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá utanríkismálanefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elísabetu Júlíusdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingólf Friðriksson og Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020 frá 11. desember 2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 25. október 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði.

Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Jakob Frímann Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Undir álitið rita hv. þingmenn Bjarni Jónsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.